Er það sem hvað helst er rætt í Eyjum í vetur og svo sem eðlilegt, enda skipta þessi 3 orð okkur gríðarlega miklu máli. Að undanförnu hafa fjölmargir sagt við mig að þessi vetur sé að verða óvenju harður. Þetta er alrangt og svona til að upplýsa fólk þá er þetta þannig, að eftir 24 ár í útgerð þá get ég sagt það til dæmis að veturinn fram að áramótum er með þeim betri sem ég hef upplifað á þessum 24 árum og þar af nóvember sá næst besti sem ég hef fengið öll þessi ár.