Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur gefið út reglugerð um stjórn makrílveiða íslenskra skipa árið 2011. Samtals er makrílkvótinn 154.825 tonn og vekur athygli að fimmtungur kvótans fer til frystitogara og með því gengið fram hjá útgerðum sem hafa lagt grunninn að makrílveiðum Íslendinga á undanförnum árum. Kemur þetta illa niður á Vestmannaeyjum og er þessi ákvörðun Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegsráðherra, köld kveðja til Eyjamanna.