Flugfélagið Ernir hefur bætt við fjórðu ferðinni milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur í dag en farið verður frá Reykjavík klukkan 14:30 og frá Vestmannaeyjum klukkan 15:15. Aðeins eru örfá sæti laus en í tilkynningu frá félaginu kemur fram að þrátt fyrir aukaflug á morgun, laugardag, þá sé sömu sögu að segja þann daginn, aðeins örfá sæti laus, til og frá Eyjum.