Þjóðhátíð Vestmannaeyja 2011 verður sett í dag klukkan 14:30 í Herjólfsdal. Setningin hefur ávallt mjög hátíðlegan blæ þar sem margir þjóðhátíðargestir mæta prúðbúnir í Herjólfsdal og fagna svo setningunni með fjölskylduveislu í hvítu tjöldunum. Þegar þetta er skrifað skín sól í heiði og vonandi skín hún sem lengst en flestar veðurspár gera ráð fyrir blautri þjóðhátíð þetta árið.