Hátíðahöldin á Þjóðhátíð gengu vel fyrir sig þrátt fyrir talsverða rigningu og vind. Þjóðhátíðargestir létu það hins vegar ekkert stoppa sig og hefur lögreglan haft það á orði að sjaldan eða aldrei hafi hátíðahöldin verið jafn tíðindalítil frá þeirra bæjardyrum séð. Eiríkur Hauksson og Dúndurfréttir hituðu þjóðhátíðargesti upp fyrir magnaða flugeldasýningu sem var hápunktur gærkvöldsins.