Sigurgeir Snævar Árnason varð hæstánægður í gær þegar Anna Louise Ásgeirsdóttir, frá munavörslunni í Vestmannaeyjum, kom akandi á bílnum hans upp á hlað. Hann hafði nefnilega týnt lyklinum að bílnum þegar hann var á Þjóðhátíð í Eyjum og gat því ekki komið á honum heim með Herjólfi að hátíð lokinni.