Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkti tillögu framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs um að ráða Stefán Sigurjónsson sem skólastjóra Tónlistarskóla Vestmannaeyja. Alls sóttu átta aðilar um stöðuna en sex umsóknir voru gildar, tvær bárust of seint. Enginn af umsækjendunum sex sem voru með gildar umsóknir uppfylltu að öllu leyti hæfniskröfur sem óskað var eftir. Stefán hefur starfað við Tónlistarskólann sem frá 1976, fastráðinn frá árinu 1983 og í mörg ár sem aðstoðarskólastjóri.