Þrír leikmenn kvennaliðs ÍBV eru í liði 13. umferðarinnar sem knattspyrnuvefurinn Fótbolti.net birti í morgun. Þetta eru þær Julie Nelson, Svava Tara Ólafsdóttir og Kristín Erna Sigurlásdóttir en ÍBV vann stórsigur á Þrótti á útivelli í síðasta leik 0:5 en Kristín Erna skoraði einmitt tvö mörk í leiknum.