Í dag fór fram verðlaunaafhending KSÍ í höfuðstöðvum þess í Laugardal í Reykjavík. Fimm leikmenn ÍBV komu þar við sögu. Þórarinn Ingi Valdimarsson var valinn efnilegasti leikmaður Pepsídeildar karla. Þá var Tryggvi Guðmundsson valinn í Úrvalslið Pepsídeildar karla og þær Elísa Viðarsdóttir og Birna Berg Haraldsdóttir voru valdar í Úrvalslið Pepsídeildar kvenna.