Brynjar Gauti, Guðmundur �?órarins og �?órarinn Ingi æfa með Crewe
12. nóvember, 2011
Þrír leikmenn ÍBV, þeir Brynjar Gauti Guðjónsson, Guðmundur Þórarinsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson æfa þessa dagana með enska félaginu Crewe Alexandra. Þetta kemur fram á www.fotbolti.net. Guðmundur og Þórarinn Ingi voru í leikmannahópi Íslands sem lék gegn enska landsliðinu á dögunum en komu ekki við sögu í leiknum. Brynjar Gauti hefur verið viðloðandi hópinn en var ekki valinn í þetta sinn.