Sigmar Þröstur Óskarsson, handknattleiksmarkvörður sýndi að hann hefur engu gleymt þegar B-lið ÍBV tók á móti HK 2 í 16 liða úrslitum Eimskipsbikar karla. Simmi gerði sér lítið fyrir og varði 22 skot, þar af fjögur vítaskot hjá HK. Þegar upp var staðið, var það fyrst og fremst markvarslan sem skildi liðin að en Eyjamenn unnu með fimm mörkum, 24:19 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 9:6 í hálfleik.