Síðastliðinn fimmtudag fékk lögreglan í Vestmannaeyjum tilkynningu um að olía læki niður Strembugötuna frá bifreiðastæðinu við Höllina. Var slökkvilið Vestmannaeyja kallað á staðinn til að hreinsa olíuna. Ekki er vitað hvaðan þessi olía kom en þarna var um töluverða hættu að ræða þar sem gatan varð mjög hál en engin óhöpp urðu af völdum olíunnar. Þetta kemur fram í dagbókarfærslu lögreglunnar sem er birt hér að neðan.