Það hefur verið yfirlýst markmið velferðarráðherra að bæta eigi aðgengi íbúa landsbyggðarinnar að sérfræðilæknisþjónustu. Þetta hefur margoft komið fram í gögnum frá ráðuneytinu og viðræðum ráðherra við lækna. Því kom það verulega á óvart í vikunni að heyra fréttir af því að leggja ætti Sjúkrahús Vestmannaeyja niður.