Eyjamenn hvattir til að huga að lausum munum utandyra
23. desember, 2011
Lögreglan í Vestmannaeyjum vill vekja athygli íbúa í Vestmannaeyjum á slæmri veðurspá frá Veðurstofu Íslands. Á morgun aðfangadag er búist við að veður byrji að versna þegar líður á nóttina. Spáð allt að 40 m/s í hviðum á morgun. Íbúar eru hvattir til að huga að lausum munum og öðru því sem gæti fokið. Veður á síðan að fara að ganga niður þegar líður á aðfangadagskvöld.