Í dag verður sannkallaður stórleikur í N1 deild kvenna þegar ÍBV tekur á móti HK í Eyjum en leikur liðanna hefst klukkan 13:00. Liðin berjast um þriðja sæti deildarinnar ásamt Stjörnunni en HK er í þriðja sæti með 14 stig eftir 11 leiki, ÍBV er í fjórða sæti með 12 stig eftir 10 leiki og Stjarnan í því fimmta með 10 stig eftir 10 leiki. Sigur í dag væri því verulega kærkominn og myndi hleypa mikilli spennu í baráttuna um þriðja sætið.