Hugmyndir um fastan sandælubúnað við Landeyjahöfn hafa verið ræddar og sumar útfærðar ítarlega. Nýlega hafa verið ræddar hugmyndir um viðbótarbúnað við dæluskipið Skandíu þannig að afköst við dælingu myndu aukast. Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Siglingastofnunar, sagði hugmyndir um viðbótarbúnað á dæluskipið hafa verið í umræðunni sem er þekkt vinnulag frá fyrri tíð.