Á fundi bæjarráðs á þriðjudaginn lá fyrir erindi frá undirbúningsnefnd að stofnun klasasamstarfs í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Fyrir lá mat undirbúningsnefndar að stofnun klasasamstarfs ferðaþjónustunnar í Vestmannaeyjum. Í fundargerð segir að þar komi fram að árangur af samstarfi aðila á seinustu vikum og mánuðum hafi orðið sameiginleg framtíðarsýn á áherslur í ferðamálum og hópurinn vinni nú vel saman. Lagt er til að verkefnastjórn vegna verkefnisins, „Áfangastaðurinn Vestmannaeyjar“ verði flutt til Eyja og unnin á heimavelli.