„Eyjamenn spila Evrópuleikinn á Hásteinsvelli eins og að var stefnt,“ sagði Gunnar Gylfason starfsmaður KSÍ, við Morgunblaðið í gærkvöld en Gunnar skoðaði í gær framkvæmdir Eyjamanna við nýja stúkubyggingu. Stúkan mun rúma tæplega 800 manns í sæti en án hennar er völlurinn ekki löglegur í Evrópukeppninni.