Á dögunum afhenti Rotaryklúbbur Vestmannaeyja og umhverfis- og skipulagsráð þeim viðurkenningu sem þykja skara fram úr í snyrtimennsku og umhyggju fyrir umhverfinu. Snyrtilegasta fyrirtækið var valið Volcano Café en eigendur eru Guðmundur Þór Sveinsson og Ragnheiður Vala Arnardóttir. – Mjög smekklegt og alltaf passað upp á að allt sé snyrtilegt, segir í umsögn.