Útgerðarmenn fengu um mánaðamótin rukkun fyrir fjórðungi af veiðigjöldum fiskveiðiársins 2012 til 2013. Gjalddagi átti að vera 1. október en fjármálaráðuneytið hefur ákveðið að fresta honum um tvo mánuði því margt er óljóst í því hvað hver útgerð á að borga. Samkvæmt upplýsingum frá Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja (ÚV) þurfa útgerðir í Vestmannaeyjum að greiða rúmlega 2,7 milljarða króna á tímabilinu í veiðigjald og sérstakt veiðigjald.