„Áhugafólki um flutning Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýri verður tíðrætt um hagfelld áhrif breytinganna fyrir íbúa höfuðborgarinnar og er þá jafnan vísað í verðmæti byggingarlands sem myndi losna við brotthvarf flugstarfseminnar. Á hinn bóginn er sá kostnaðarauki sem falla myndi á íbúa landsbyggðarinnar sjaldnast tekinn með í reikninginn.“ Með þessum orðum hefst grein bæjarstjóranna Elliða Vignissonar, Daníels Jakobssonar, Ásthildar Sturludóttur, Hjalta Þórs Vignissonar, Páls B. Guðmundssonar, Björns Ingimarssonar og Eiríks B. Björgvinssonar í Morgunblaðinu í dag.