Nú er allt á fullu hjá stjórnmálaflokkunum að undirbúa framboðslistana. Nýlokið er flokksvali Samfylkingarinnar og ekki var nú hægt að hrópa húrra fyrir árangri Eyjamnna á þeim bænum. Það þarf svo sem ekki að koma á óvart,því Samfylkingin á ekkert fylgi lengur í Vestmannaeyjum. Staðreyndin er að með sterkum framboðslista í kjördæminu á Sjálfstæðisflokkurinn mikla möguleika á að fá 5 þingmenn og gæti jafnvel fengið 6. Það skiptir því öllu að öflugir einstaklingar gefi kost á sér í prófkjörinu 26.janúar n.k.