Nú hefur veri ðstaðfest að Baldur mun sigla fyrstu ferð sína frá Vestmannaeyjum til Landeyjahafnar í dag klukkan 17:30 og frá Landeyjahöfn klukkan 19:00. Skipið mun svo sigla á ný 20:30 frá Eyjum og 21:30 frá Landeyjahöfn. Baldur er rétt ókominn til hafnar í Eyjum en á sama tíma er Herjólfur lagstur að bryggju í Hafnarfirði, þar sem viðgerð fer fram á skipinu.