Tónleikar Jóns Jónssonar í Höllinni í kvöld hefjast klukkan 21:00 en ekki klukkan 22:00 eins og auglýst hefur verið. Er þetta gert í samráði við tónleikahaldara og gert til að koma til móts við fjölskyldufólk og unga fólkið, sem þarf að mæta snemma í skóla á morgun, föstudag.