Dagskrá Þrettándahelgarinnar í Vestmannaeyjum hefst í dag með opnun ljósmyndasýningar Óskars Pétur Friðrikssonar. Sýningin opnar klukkan 17:00 í Safnahúsinu en á sýningunni verður úrval mynda sem Óskar Pétur hefur tekið á ferlinum, Eyjamyndir, landslags-, mannlífs-, atvinnulífs- og hátíðarmyndir.