Í kvöld klukkan 18:00 tekur ÍBV á móti Gróttu í 1. deild karla í handbolta. Nú er staðan þannig hjá ÍBV að allir leikir eru úrslitaleikir en liðið er í efsta sæti, með tveggja stiga forskot á Víking. Það er því í höndum Eyjamanna að halda efsta sætinu og dugir lítið minna en að vinna helst alla leiki sem eftir eru. Grótta er hins vegar sýnd veiði en ekki gefin, enda skoruðu Eyjamenn sigurmark í síðasta leik liðanna á lokasekúndunni og unnu með aðeins einu marki. Á heimasíðu ÍBV-íþróttafélags er viðtal við Arnar Pétursson, þjálfara ÍBV sem hvetur Eyjamenn til að mæta á leikinn.