Á vef Morgunblaðsins er greint frá því að smávægileg bilun hafi komið upp í grafskipinu Dísa, sem áður hét Skandia. Dísu hafi því verið siglt til Eyja þar sem viðgerð fór fram en nú síðdegis var skipið aftur komið að Landeyjahöfn. Það eru því þrjú skip sem eru við dýpkunarframkvæmdir þar eins og er.