Ákvarðandir Siglingastofnunar eru enn í sviðsljósinu í Vestmannaeyjum en í þetta sinn er ekki um að ræða ákvörðun vegna Landeyjahafnar. Nýjasta útspil stofnunarinnar er að herða enn reglur varðandi svokallaða Rib báta en fyrirtækið Ribsafari gerir út tvo slíka. Nú má ekki sigla með farþega nema í neyðarflotgöllum í maí og eftir lok september, þegar sumarvertíðin er enn í fullum gangi. Eigendur Ribsafari óttast að með ákvörðun Siglingastofnunar, sé verið að kippa undan rekstrargrundvelli fyrirtæksisins.