Landsliðsmarkmennirnir Daníel Freyr Andrésson og Dröfn Haraldsdóttir munu halda æfingu fyrir handknattleiksmarkmenn yngri flokka ÍBV, laugardaginn 20. júlí klukkan 15:00 upp í íþróttamiðstöðinni. Daníel Freyr sem er einn allra besti markvörður Íslands í dag, var valinn besti markvörður íslandsmótsins á síðastliðnu tímabili. Það er því mikill fengur að fá þennan hæfileikaríka leikmann til að miðla reynslu sinni til markmanna okkar. Dröfn Haraldsdóttur þarf vart að kynna fyrir Eyjafólki enda Eyjamær í húð og hár.