Kvennalið ÍBV tekur á móti HK í Olísdeild kvenna í Vestmannaeyjum í dag klukkan 13:30. Eins og áður hefur komið fram, er leikurinn ágóðaleikur þar sem allur ágóði hans rennur til krabbavarna í Vestmannaeyjum og ætla m.a. leikmennirnir sjálfir að greiða aðgangseyri. Karlalið ÍBV mætir HK á sama tíma í Kópavogi en Eyjamenn geta í dag unnið þriðja útileik sinn í deildinni í röð.
En þetta er ekki allt saman. Hér heima tekur 4. flokkur kvenna á móti HK klukkan 15:30 og 3. flokkur tekur á móti HK 16:30. Í Kópavogi mætast ÍBV og HK í 4. flokki karla, eldra og yngra ári og 3. flokkur karla mætir HK klukkan 11:00. Alls eru þetta átta leikir á milli félaganna tveggja, allt á einum degi sem er hreint ótrúleg tilviljun.