Sigurður Ragnar Eyjólfsson er næsti þjálfari karlaliðs ÍBV. Sigurður er kominn til Eyja og mun skrifa undir samning klukkan eitt í dag í höfuðstöðvum ÍBV. �?etta verður í fyrsta sinn sem Sigurður Ragnar þjálfar meistaraflokk karla en eina þjálfarareynsla hans til þessa hefur verið með íslenska kvennalandsliðið. Árangurinn þar talar reyndar sínu máli en hann kom liðinu tvívegis á lokamót Evrópumótsins, 2009 og 2013. ÍBV hefur áður farið þá leið að ráða reynslulitla þjálfara og oft með ágætum árangri. T.d. hafði Hermann Hreiðarsson enga þjálfarareynslu þegar hann tók við liði ÍBV og Heimir Hallgrímsson hafði ekkert þjálfaði meistaraflokk karla þegar hann tók við liðinu á sínum tíma.
Sigurður Ragnar er fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu og fræðslustjóri KSÍ. Hann tók við kvennalandsliðinu árið 2007 en hætti störfum nú í sumar, eftir EM í Svíþjóð. Hann lék með KR, Víkingi, �?rótti, ÍA, Walsall, Chester og KRC Harelbeke á ferli sínum sem leikmaður.