Tap gegn Haukum í Hafnarfirði
23. nóvember, 2013
ÍBV tapaði í dag fyrir Haukum í Olísdeild karla en leikurinn fór fram í Hafnarfirði. Haukar voru einu marki yfir í hálfleik 16:15 en unnu að lokum 30:24. Leikurinn var þó jafnari en lokatölur gefa til kynna og náðu Eyjamenn nokkrum sinnum að jafna metin en komust aldrei yfir. Tvo lykilmenn vantaði í lið ÍBV, þá Róbert Aron Hostert og Theodór Sigurbjörnsson sem báðir eru meiddir. �?á kemur fram á mbl.is að Magnús Stefánsson hafi harkað af sér og leikið með liðinu þrátt fyrir meiðsli í öxl sem veldur því að hann getur varla kastað boltanum á markið. �?að eru ekki góð tíðindi fyrir ÍBV enda átti Magnús í erfiðum axlarmeiðslum í langan tíma fyrir tveimur árum síðan.
�?rátt fyrir tapið er ÍBV enn í þriðja sæti deildarinnar með 10 stig en nú þremur stigum á eftir Hafnarfjarðarliðunum tveimur, Haukum og FH, sem eru í fyrsta og öðru sæti með 13 stig. Fram er með jafn mörg stig og ÍBV í fjórða sæti, þá Valur í fimmta sæti með 9 stig og ÍR er í sjötta sæti með 6 stig. Akureyri er svo í sjöunda og næst neðsta sæti með 6 stig en HK vermir botnsætði með aðeins 3 stig eftir 9 leiki.
Næsti leikur ÍBV verður næstkomandi laugardag þegar ÍBV tekur á móti Akureyri klukkan 13:30.
Mörk ÍBV: Andri Heimir Friðriksson 7, Agnar Smári Jónsson 5, Filip Scepanovic 4, Grétar �?ór Eyþórsson 3, Sindri Haraldsson 2, Magnús Stefánsson 1, Guðni Ingvarsson 1, Matjaz Mlakar 1.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.