Í dag skrifuðu fjórir leikmenn ÍBV undir samning við félagið. �?órhildur �?lafsdóttir fyrrum fyrirliði liðsins sem snéri aftur í fyrra til ÍBV, skrifaði undir samning ásamt þremur efnilegum leikmönnum þeim Díönu Dögg Magnúsdóttur, Magneu Jóhannsdóttur og Júlíönu Sveinsdóttur. �?á hafa ÍBV og Kristín Erna Sigurlásdóttir komist að samkomulagi um samning sem verður undirritaður á næstu dögum.
Í fréttatilkynningu félagsins lýsir stjórn knattspyrnudeildar ÍBV ánægju sinni með þessa samninga og bíður �?órhildi velkomna aftur heim. �?órhildur mun því aftur klæðast treyju nr. 9 eins og hún lék í á sínum tíma. Við höfum einnig boðið �?órhildi að taka við fyrirliðabandinu og er hún að hugsa sinn gang í þeim málum segir í tilkynningunni.
Díana Dögg spilaði aðeins í úrvalsdeildinni í fyrra og er reiknað með að hún stígi enn stærra skref í sumar. �?á hafa þær Júlíana og Magnea einnig fengið smjörþefin af því að leika með meistaraflokki en félagið býst við miklu af þessum efnilegu stúlkum í framtíðinni.
Með fréttinni er viðtal við �?órhildi