�??�?að sem er að gerast er að kuldi og lítil úrkoma á hálendinu valda því að uppistöðulón Landsvirkjunar eru næstum því tóm. �?ann fyrsta mars sl. hætti Landsvirkjun að afhenda okkur ótrygga orku, sem er ódýrasta rafmagnið. �?á þurftum við að keyra hitaveituna hér í Vestmannaeyjum með olíu sem er um sex sinnum dýrara en ótrygga orkan,�?? sagði Ívar Atlason, forstöðumaður tæknideildar HS-veitna í Vestmannaeyja um skerðingu Landsvirkjunar á jafnorku til húshitunar.
�?víst með gjaldskrána
Um gjaldskrá sagði JúlíusJónsson, forstjóri HS-veitna að ákvarðanir hefðu enn ekki verið teknar. �??Heildartekjur hitaveitudeildar í Eyjum voru á síðasta ári 338 milljónir króna og var þá tap á deildinni. Viðbótar rekstargjöld sem nema um 50% tekna hljóta að hafa áhrif á gjaldskrá en síðan er spurning um á hvað löngum tíma kostnaðaraukinn verður innheimtur og einnig hvort niðurgreiðslur koma til með að aukast. Um þetta verða teknar ákvarðanir þegar heildardæmið liggur fyrir,�?? sagði Júlíus að endingu.