Fyrirliði ÍBV í knattspyrnu, Eiður Aron Sigurbjörnsson er í ítarlegu viðtali á vefnum
Fótbolti.net. Viðtalið er tekið í tilefni spá vefsins fyrir sumarið en
Fótbolti.net spáir ÍBV í 6. sæti. Eyjafréttir fengu leyfi til að birta viðtalið í heild sinni og má lesa það hér að neðan.
Nafn: Eiður Aron Sigurbjörnsson
Aldur: 24 ára
Staða: Varnarmaður
�??�?etta gerði mig að sterkari manneskju. �?g tók fótboltann meira fyrir eftir að þetta gerðist og þetta hefur hjálpað mér inni á vellinum,�?? segir Eiður Aron Sigurbjörnsson fyrirliði ÍBV en hann missti föður sinn í mars árið 2009.
�??Sjálfur hef ég ekki upplifað þessa miklu sorg eins og flestir gera, hún hefur ekki ennþá komið,�?? bætir Eiður við en faðir hans Sigurbjörn �?feigur varð bráðkvaddur 43 ára að aldri.
Eiður var á þessum tíma að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki ÍBV en hann var einnig í 2. flokki félagsins. Sama dag og faðir hans lést spilaði Eiður æfingaleik með 2. flokki og hann spilaði annan leik degi síðar.
�??Mér fannst þetta fínt. �?að var fínt að dreifa huganum. �?g veit ekki hvernig aðrir hefðu tæklað þetta en þetta var fínt fyrir mig. �?að var ekki erfitt að spila leikinn sjálfan en það tók svolítið á þegar menn voru að senda mér samúðarkveðjur eftir leikinn. �?á fór maður að átta sig meira á þessu,�?? segir Eiður sem er með tattú til minningar um föður sinn.
�??Hann hét Sigurbjörn �?feigur og lét kalla sig �?feigur. Gælunafnið hans var Ofi og ég er með tattú með því nafni og áletrun hvenær hann lést. �?g ákvað að gera þetta innan við mánuði eftir að hann lést.�??
Af bekknum í 2. flokki í atvinnumennsku
Eftir að faðir Eiðs lést festi hann sig í sessi í meistaraflokki ÍBV og var um mitt sumar 2011 seldur til �?rebro í Svíþjóð. Eiður bætti sig mikið sem leikmaður á þessum árum eftir að hafa áður verið varamaður í 2. flokki hjá ÍBV.
�??�?g gat ekki ímyndað mér það þegar sat á bekknum í 2. flokki að ég myndi fara í atvinnumennsku þremur árum síðar. �?að skiptir rosalega miklu máli hvernig þú hugsar um sjálfan þig og hvað þú ert til í að leggja á þig.�??
Eiður hóf ferilinn sem framherji og skoraði meðal annars í úrslitaleiknum þegar ÍBV vann Shell-mótið í 6. flokki. Síðar færðist Eiður á miðjuna en hann endaði síðan mjög óvænt í vörninni árið 2009.
�??�?etta var í raun algjör tilviljun. Á æfingu á föstudegi setti Heimir Hallgrímsson þjálfari upp lista yfir þá sem hann vildi ekki sjá í vörn, hann vildi ekki sjá í sókn og svo framvegis. �?g var á lista yfir þá leikmenn sem hann vildi alls ekki sjá í vörninni. Daginn eftir var æfingaleikur og þar meiddist hafsent svo ég spurði hvort ég mætti ekki fá sénsinn. �?að gekk mjög vel og ég hef ekkert farið úr hafsent stöðunni eftir þetta.�??
Sérstakt að spila með Sigga
�?etta var í byrjun árs 2009 en um sumarið var Eiður fastamaður í hjarta varnarinnar hjá ÍBV þar sem hann lék við hlið Andrew Mwesigwa, �??Sigga�??, landsliðsmanns frá �?ganda.
�??�?að var svolítið sérstakt en maður lærði samt á því. Hann er með þvílíka reynslu en hann er frekar villtur. Einu sinni vorum við að spila við Val úti þegar það kom löng sending sem Arnór Eyvar var í vandræðum með að taka á móti svo Andy hljóp úr stöðu, strajuaði Arnór og Valsarar komust í gegn og skoruðu. Í öðrum rokleik í Eyjum talaði Heimir ekki um annað í hálfleik en að halda boltanum niðri. �?að fyrsta sem Andy gerði í seinni hálfleik var að fá boltann og þruma honum upp í Herjólfsdal.�??
Leikmenn ÍBV æfðu mjög stíft undir stjórn Heimis á þessum tíma og Eiður segist hafa bætt sig mikið.
�??Við fórum til dæmis upp á fjall með þygdarvesti. �?að var skipt í tvö lið og það lið sem var lengur að hlaupa upp fjallið þurfti að hlaupa aftur upp. Eftir það var farið í fótbolta. Maður var nánast farinn að æla á æfingum.�??
Fær martraðir um leikinn í Keflavík
Eyjamenn voru með sterkt lið á þessum tíma en Eiður og félagar voru hársbreidd frá Íslandsmeistaratitlinum 2010. 4-1 tap gegn Keflavík í lokaumferðinni gerði aftur á móti út um titilvonir liðsins.
�??Við rétt héldum okkur uppi 2009 en köstuðum titlinum frá okkur ári síðar þegar við skitum á okkur og töpuðum síðasta leiknum í Keflavík. Maður fær ennþá martraðir yfir þeim leik og maður vaknar á næturnar og spyr sig af hverju. Okkur var greinilega ekki ætlað að vinna þetta þarna.�??
Eiður segir að Heimir þjálfari hafi hjálpað sér mikið á þessum tíma. ,, �?g á Heimi mikið að þakka. Ef einhver annar þjálfari hefði verið á þessum tíma þá hefði hann kannski aldrei sett mig í hafsent og þá gæti ég þess vegna verið hættur í fótbolta, maður veit það ekki. �??
Heimir hætti með ÍBV eftir sumarið 2011 en þá var hann ráðinn aðstoðarmaður Lars Lagerback með íslenska landsliðið. ,,�?að kom okkur ekkert á óvart. Hann er metnaður út í eitt og maður vissi að hann gæti farið þangað sem hann vildi. Manni leið eins og í atvinnumennsku á tíma þegar hann var með fundi hjá okkur.�??
Í fyrra stýrði Hermann Hreiðarsson liði ÍBV en David James var með honum til aðstoðar. Eiður segir að það ár hafi verið mjög lærdómsríkt.
,,�?að var algjör snilld. �?að var geðveikt að vera í kringum þá tvo og þeir geta kennt þér allt. �?etta var lærdómsríkasta ár mitt hingað til. Maður bætti sig á öllum sviðum sem maður vildi og það eru allir mjög sáttir við hvað þeir gerðu fyrir okkur og íslenskan fótbolta.�??
�?tlar aftur út
Varnarleikurinn var í fyrirrúmi hjá ÍBV í fyrra og það sama hefur verið uppi á teningnum í vetur en markatala liðsins í sjö leikjum í Lengjubikarnum var 7-5. Eiður hefur ekki áhyggjur af því að Eyjamenn muni lenda í markaþurrð í sumar.
�??Við höfum fengið tvo menn frá Trinidad & Tobago og ég held að þeir eigi eftir að springa út í sumar. Við erum líka með menn eins og Víði (�?orvarðarson) sem voru að skora í fyrra og eru reynslumeiri. �?ó að það sé markaþurrð núna þá held ég að það verði ekki í sumar.�??
�??Við ætlum okkur lengra en í fyrra. Við erum með betra lið núna og förum ekki leynt með að við ætlum okkur að ná Evrópusæti. �?g gæti líka sagt að við ætlum okkur 5. sætið en það gefur okkur bara ekki neitt.�??
Eiður er annað árið í röð á láni hjá ÍBV frá �?rebro þar sem hann var úti í kuldanum. Eiður segist ekki svekkja sig á því hvernig dvölin í Svíþjóð fór.
�??�?g er búinn að svekkja mig því og ef ég væri ennþá að því þá væri ég bara í fýlu á bekknum þar. �?að er ÍBV í ár og svo ætla ég að skoða mín mál eftir sumarið. �?g er hins vegar ekki búinn að gefa atvinnumennskuna upp á bátinn, ég ætla aftur út,�?? sagði Eiður ákveðinn að lokum.