�?að hafa eflaust margir tekið eftir því að mynd er að fæðast á gaflinum á Kaffi Kró við Vigtartorgið. Málarinn eða spreyjarinn heitir Guido og er frá Ástralíu. Guido er sá hinn sami og málað hefur myndir á m.a. Héðinshúsið í Reykjavík og vakið hafa athygli. Stúlkan sem Guido er að mála mynd af er Halla Svavarsdóttir, þegar hún var ung. Ljósmyndarinn er Egill Egilsson.