Hásteinsvegur 12 er skemmtilegt, lítið hús á besta stað í bænum. Húsið er tvílyft, steinsteypt með stórri lóð og steyptum bílskúr. Nú standa hins vegar yfir miklar og spennandi endurbætur á húsinu. Búið er að setja í það nýtt gler og skera ný gluggaop. �?etta sýnir að gömlu húsin geta eignast nýtt líf.
Á kortavef Vestmannaeyjabæjar tókst forvitnum fuglum að grafa upp upplýsingar um framkvæmdina. En arkitektastofan ArkÍs teiknar breytingarnar enda gat ekki annað verið en að fagmenn væru með í ráðum þar sem verkið er með öllu hið smekklegasta. Ráðlegging dagsins er því sú að séu framkvæmdir á teikniborðinu skal ávallt hafa arkitekt sér innan handar.
#okkarheimaey