�?egar Pepsídeild karla er hálfnuð, kemur ljós að áhorfendafjöldi allra liðanna í deildinni nema tveggja, hefur snarminnkað í sumar. Hverju um er að kenna veit enginn fyrir víst, en HM í Brasilíu og veðurfarið kunna að ráða þar miklu. Í sumar hefur áhorfendafjöldinn í Eyjum nánast hrunið miðað við árið í fyrra. �?á komu 981 áhorfandi að meðaltali á hvern leik en í sumar eru þeir 570, sem er mesta áhorfendaminnkun allra liðanna í efstu deild þetta sumarið. Aðeins Stjarnan og Keflavík bæta við sig áhorfendum, hjá öðrum liðum fækkar þeim.