Kvennalið ÍBV tekur á móti Selfossi í dag á Hásteinsvelli. Liðin skildu jöfn í fyrri viðureign liðanna á Selfossvelli, 1:1 en Selfoss er í 5. sæti deildarinnar með 16 stig en ÍBV er í 7. sæti með tólf stig. ÍBV hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum, fyrst gegn Val á heimavelli 1:2 og svo 4:2 gegn Breiðabliki á útivelli og ætla stelpurnar að sjálfsögðu að snúa þessu gengi liðsins við í dag. Leikurinn verður hins vegar strembinn, enda Selfossliðið vel mannað og lagði m.a. Val að velli 1:3 í síðustu umferð.