Fyrr í dag kom ungur Eyjapeyi, Símon �?ór Sigurðsson á ritstjórn Eyjafrétta og vildi koma á framfæri spurningu til Elliða Vignissonar, bæjarstjóra þess efnis hvort ekki væri hægt að koma upp umferðarljósum á gatnamótum Kirkjuvegs og Heiðarvegs. Elliði hefur nú svarað fyrirspurn Símons og má sjá svarið hér að neðan.
Kæri Eyjapeyi, Símon �?ór
Í fyrstu langar mig að þakka þér hjartanlega fyrir góða ábendingu og hrósa þér fyrir að hafa kjark og dugnað til að láta að þér kveða.
�?essi gatnamót sem þú nefnir eru sannarlega ein af þeim hættulegri hérna í Vestmannaeyjum. Mjög oft gerist það að aðkomufólk heldur að það eigi réttinn á leið sinni þarna um og áttar sig ekki á stöðvunarskyldunni. �?á er hraðinn eftir Kirkjuveginum stundum umfram það sem þessi gatnamót þola og það getur valdið slysum. Stundum hefur litlu mátt muna að illa færi (sjá td.: hér)
�?g veit að Framkvæmda- og umferðasvið Vetmannaeyjabæjar hefur áður fjallað um þetta götuhorn og til athugunar hefur verið að setja annaðhvort umferðarljós eða hringtorg þarna. Flestir eru sammála um að hringtorg þarna væri góður kostur en plássið til að koma slíku fyrir hefur hópnum þótt of lítið.
Aðalmálið í þessu -eins og öllu öðru- er að við Eyjamenn erum öll saman ábyrg fyrir Eyjunni okkar. Saman verðum við að finna lausnir á öllum þeim verkefnum sem upp koma. �?etta er eitt þeirra. �?ess vegna er svo gott að þú skulir nú benda á þetta.
Allt verður þetta samt að vera vandað og mikilvægt að það fólk sem best þekkir til komi með lausnir. �?ess vegna hef ég þegar óskað eftir því að umferðarhópur Vestmannaeyjabæjar fjalli um ábendingu þína og ég á von á því að í framhaldi af því fáum við báðir svör sem við getum vonandi verið sáttir við.
Takk fyrir áhugann og gangi þér vel
Með kveðju frá bæjarstjóranum þínum
Elliði Vignisson
Ps.
�?ú ert velkominn til mín í spjall hvenær sem er.
Sjá einnig: