Selfoss hafði betur í Suðurlandsslag Pepsídeildar kvenna í kvöld en ÍBV og Selfoss áttust við á Hásteinsvelli. Lokatölur urðu 0.3 en staðan í hálfleik var 0:0. Gestirnir frá Selfossi byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og skoruðu tvö mörk á 52. og 55. mínútu og bættu svo við þriðja markinu um miðjan hálfleikinn. �?ar með er þriðja tap ÍBV í röð staðreynd en liðið er nú að missa af lestinni í Pepsídeildinni, er í 7. sæti með 12 stig eftir 10 leiki en Valur er í 6. sæti með 15 stig. Selfoss komst hins vegar upp í þriðja sætið með sigrinum, er nú með jafn mörg stig og Breiðablik, sem er í öðru sæti en Blikar eiga leik til góða.
�?að verður að segjast eins og er að sigur Selfyssinga var verðskuldaður. Selfoss fékk þvílíkt dauðafæri strax á 28. mínútu en Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir sýndi meistaratakta þegar hún varði frá leikmanni Selfoss sem var ein á móti Bryndísi. Eftir hornspyrnuna sem fylgdi í kjölfarið, björguðu varnarmenn ÍBV svo á línu en þetta voru hættulegustu færi fyrri hálfleiks.
Selfyssingar voru svo sterkari í síðari hálfleik þegar þær léku undan vindinum. Selfyssingar náðu mun betra spili en Eyjaliðið og náðu nokkrum sinnum að opna vörn ÍBV. Kristín Erna Sigurlásdóttir fékk svo úrvalsfæri til að minnka muninn á 65. mínútu en brást bogalistin. Stuttu síðar skoruðu gestirnir þriðja markið og um leið fjaraði leikurinn út. Selfyssingar fögnuðu svo vel í leikslok með fjölmörgum stuðningsmönnum sem voru líklega fleiri en stuðningsmenn ÍBV í stúkunni á Hásteinsvelli í dag.