Hið nýja og glæsilega uppsjávarskip, Sigurður VE er væntanlegt til Vestmannaeyja á morgun, föstudaginn 25. júlí. Reiknað er með að skipið sigli inn til heimahafnar um hádegisbil en Ísfélag Vestmannaeyja er eigandi skipsins. Af þessu tilefni, verður skipið til sýnis almenningi frá klukkan 14 til 17 sama dag. Skipið er afar glæsilegt, sérhannað fyrir uppsjávarveiðar og með burðargetu upp á tæplega 3000 rúmmetra af afla.