Nú eru tvö skemmtiferðaskip stödd í Eyjum, annars vegar Veendam og hins vegar Prinsendam. Veendam liggur við akkeri í Klettsvík en Prinsendam lagðist að Nausthamarsbryggju og er þar með lang stærsta skemmtiferðaskip sem lagst hefur að bryggju í Vestmannaeyjum. Prinsendam er 205,5 metra langt og rúmlega 39 þúsund brúttótonn en um borð í skipinu eru 820 farþega og eru 443 í áhöfn. Veendam er hins vegar töluvert stærra, eða 219 metra langt og rúm 57 þúsund brúttótonn. Í Veendam eru 1293 farþega og í áhöfn eru 580. Farþegar á Veendam eru selfluttir á smábátum til lands í Eyjum. �?að er bresk-bandaríska Holland America Line sem gerir skipin út en útgerðin var áður í eigu hollenskra aðila, sem útskýrir nöfn skipanna.
�?að er því skammt stórra högga á milli því nú, þegar flestir þjóðhátíðargestir eru nýfarnir, þá koma til Eyja á annað þúsund farþegar á skemmtiferðaskipum.