Hornamaðurinn snjalli, Grétar �?ór Eyþórsson hefur ákveðið að spila með ÍBV næsta vetur. Grétar �?ór hafði tilkynnt að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir síðasta tímabil en Grétar spilaði stórt hlutverk með Íslandsmeisturunum síðasta vetur og hefði orðið mikil blóðtaka ef hann hefði hætt. Grétar skrifaði undir eins árs framlengingu og mun því vera á sínum stað í vinstra horninu hjá ÍBV í vetur. �??�?að er okkur mikið gleðiefni að Grétar �?ór hefur ákveðið að halda skónum frá hillunni frægu. Hann var lykilmaður í liði ÍBV síðasta vetur og gott að geta nýtt reynslu hans áfram,�?? sagði Arnar Pétursson, fyrrum þjálfari ÍBV en Arnar sér um leikmannamál liðsins fyrir handknattleiksráð ÍBV.
Grétar lék 21 leik í deildarkeppninni og skoraði 59 en lét heldur betur til sín taka í úrslitakeppninni þar sem hann lék lykilhlutverk í liði ÍBV. Undirskriftin fór fram um borð í Herjólfi nú fyrir stundu.
�??�?að var í raun bara uppgangurinn á síðasta ári var ekkert að eyðileggja fyrir með ákvörðunina,�?? sagði Grétar eftir undirskriftina. �??Svo voru stuðningsmennirnir og annað sem gerði það að verkum að maður verður að taka annað ár og upplifa þetta aftur.�??
Grétar segist líka eiga eftir að upplifa fleira en að lyfta Íslandsmeistaratitlinum. �??�?að er margt annað sem maður á eftir að afreka. Mér langar t.d. að komast í Höllina í bikarúrslit. Svo er tilfinningin að lyfta bikarnum og tilfinningin eftir það, það er ekki hægt að lýsa því. Manni langar að upplifa þetta aftur.�??
Nánar er rætt við Grétar �?ór í meðfylgjandi myndbandi.