Fékk leikmenn til að forðast fall
Kvennalið ÍBV hefur sogast niður í átt að botni Pepsídeildarinnar eftir fjögur töp í röð. Gengi liðsins hefur verið mjög kaflaskipt. ÍBV byrjaði tímabilið á góðum útisigri á Selfossi en í kjölfarið fylgdu þrír tapleikir. Eftir það vann ÍBV þrjá af næstu fjórum leikjum og gerði eitt jafntefli en síðan hefur liðið tapað fjórum leikjum í röð, gegn Val, Breiðabliki, Selfossi og Stjörnunni. Liðið á enga möguleika á að blanda sér í toppbaráttuna og því vakti það óneitanlega athygli þegar Eyjakonur fengu tvo bandaríska leikmenn til liðsins í félagsskiptaglugganum, þegar liðið siglir nokkuð lygnan sjó, er þessa stundina sex stigum frá fallsæti þegar sjö leikir eru eftir. ÍBV tekur í kvöld á móti �?ór/KA á Hásteinsvelli og hefst leikurinn klukkan 18:00.
Jón �?lafur Daníelsson, þjálfari ÍBV, sagði í samtali við Eyjafréttir að ÍBV sigldi ekki lygnan sjó og þess vegna hafi hann fengið tvo leikmenn í félagsskiptaglugganum. �??Vissir aðilar gagnrýndu okkur fyrir að taka tvo leikmenn frá Bandaríkjunum af því að við erum ekki að verða Íslandsmeistarar. En við verðum að hugsa í hina áttina. Liðin fyrir neðan okkur hafa verið að styrkja sig og sem dæmi fékk Afturelding til sín fjóra nýja leikmenn í glugganum. Staðan er þannig að við erum með tólf stig, FH níu og Afturelding sex í fallsæti. Í síðasta leik var Afturelding á góðri leið með að gera jafntefli við Val á útivelli en fékk á sig mark í upp- bótartíma. �?að sýnir styrk þeirra og þær eiga eftir að ná í stig. Við ætluðum að fá til okkur tvo leikmenn, frá Suður-Afríku og Hollandi fyrir tímabilið en sú hollenska meiddist og hin kom ekki. �?g var þess vegna alltaf ákveðinn í að styrkja liðið í félagsskiptaglugganum en hefði hugsanlega ekki gert það ef við værum með fleiri stig. Menn vilja oft gleyma því að það er stutt í fallið.�??
Af hverju er ÍBV í þessari stöðu?
�??Við höfum verið einstaklega lánlaus í sumar. Í stöðunni 0:0 áttum við að fá víti gegn Stjörnunni á útivelli en fengum ekki. Áttum að vera komin í 2:0 gegn Selfossi í fyrri hálfleik en töpum 0:3. �?g gæti talið upp fleiri svona dæmi þar sem hlutirnir virðast bara ekki ganga upp hjá okkur út af lánleysi. Okkur vantar leiðtoga inn á völlinn. Við erum með góðan leiðtoga í markinu, sem lætur vel í sér heyra allan leikinn en okkur vantar fleiri svoleiðis leikmenn framar á völlinn. Biddý og Elísa Viðars voru þeir leikmenn sem við höfðum í fyrra en okkur skortir nú.�??
Jón �?li segir að leikmennirnir tveir, þær Natasha Anasi og Ariana Calderon, eigi enn eftir að sanna sig. �??Natasha kom inn á gegn Breiðabliki og skoraði. Hún kom einnig inn á gegn Selfossi og byrjaði svo gegn Stjörnunni en hún er greinilega góður leikmaður. Við erum ekki ennþá búin að átta okkur á Ariönu en við erum að fá þessa leikmenn til að styrkja hópinn og forðast fall. Svo ef þær eru nógu góðar, þá reynum við auðvitað að halda þeim hér áfram.�??
En hvernig líst þér á leikinn gegn �?ór/KA?
�??Mér líst vel á hann. �?ór/KA er auðvitað með hörkulið og hefur verið að gera mjög góða hluti í deildinni í sumar. �?etta verður því erfiður leikur en við gerum okkar besta.�??
Varnarmaðurinn sterki, Saga Huld Helgadóttir, mun ekki ljúka tímabilinu með ÍBV. Saga fer til Bandaríkjanna 18. ágúst og missir því af mikilvægum leikjum gegn Aftureldingu, FH og ÍA.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.