Kvennalið ÍBV hefur sogast niður í átt að botni Pepsídeildarinnar eftir fjögur töp í röð. Gengi liðsins hefur verið mjög kaflaskipt. ÍBV byrjaði tímabilið á góðum útisigri á Selfossi en í kjölfarið fylgdu þrír tapleikir. Eftir það vann ÍBV þrjá af næstu fjórum leikjum og gerði eitt jafntefli en síðan hefur liðið tapað fjórum leikjum í röð, gegn Val, Breiðabliki, Selfossi og Stjörnunni. Liðið á enga möguleika á að blanda sér í toppbaráttuna og því vakti það óneitanlega athygli þegar Eyjakonur fengu tvo bandaríska leikmenn til liðsins í félagsskiptaglugganum, þegar liðið siglir nokkuð lygnan sjó, er þessa stundina sex stigum frá fallsæti þegar sjö leikir eru eftir. ÍBV tekur í kvöld á móti �?ór/KA á Hásteinsvelli og hefst leikurinn klukkan 18:00.
Jón �?lafur Daníelsson, þjálfari ÍBV, sagði í samtali við Eyjafréttir að ÍBV sigldi ekki lygnan sjó og þess vegna hafi hann fengið tvo leikmenn í félagsskiptaglugganum. �??Vissir aðilar gagnrýndu okkur fyrir að taka tvo leikmenn frá Bandaríkjunum af því að við erum ekki að verða Íslandsmeistarar. En við verðum að hugsa í hina áttina. Liðin fyrir neðan okkur hafa verið að styrkja sig og sem dæmi fékk Afturelding til sín fjóra nýja leikmenn í glugganum. Staðan er þannig að við erum með tólf stig, FH níu og Afturelding sex í fallsæti. Í síðasta leik var Afturelding á góðri leið með að gera jafntefli við Val á útivelli en fékk á sig mark í upp- bótartíma. �?að sýnir styrk þeirra og þær eiga eftir að ná í stig. Við ætluðum að fá til okkur tvo leikmenn, frá Suður-Afríku og Hollandi fyrir tímabilið en sú hollenska meiddist og hin kom ekki. �?g var þess vegna alltaf ákveðinn í að styrkja liðið í félagsskiptaglugganum en hefði hugsanlega ekki gert það ef við værum með fleiri stig. Menn vilja oft gleyma því að það er stutt í fallið.�??
Af hverju er ÍBV í þessari stöðu?
�??Við höfum verið einstaklega lánlaus í sumar. Í stöðunni 0:0 áttum við að fá víti gegn Stjörnunni á útivelli en fengum ekki. Áttum að vera komin í 2:0 gegn Selfossi í fyrri hálfleik en töpum 0:3. �?g gæti talið upp fleiri svona dæmi þar sem hlutirnir virðast bara ekki ganga upp hjá okkur út af lánleysi. Okkur vantar leiðtoga inn á völlinn. Við erum með góðan leiðtoga í markinu, sem lætur vel í sér heyra allan leikinn en okkur vantar fleiri svoleiðis leikmenn framar á völlinn. Biddý og Elísa Viðars voru þeir leikmenn sem við höfðum í fyrra en okkur skortir nú.�??
Jón �?li segir að leikmennirnir tveir, þær Natasha Anasi og Ariana Calderon, eigi enn eftir að sanna sig. �??Natasha kom inn á gegn Breiðabliki og skoraði. Hún kom einnig inn á gegn Selfossi og byrjaði svo gegn Stjörnunni en hún er greinilega góður leikmaður. Við erum ekki ennþá búin að átta okkur á Ariönu en við erum að fá þessa leikmenn til að styrkja hópinn og forðast fall. Svo ef þær eru nógu góðar, þá reynum við auðvitað að halda þeim hér áfram.�??
En hvernig líst þér á leikinn gegn �?ór/KA?
�??Mér líst vel á hann. �?ór/KA er auðvitað með hörkulið og hefur verið að gera mjög góða hluti í deildinni í sumar. �?etta verður því erfiður leikur en við gerum okkar besta.�??
Varnarmaðurinn sterki, Saga Huld Helgadóttir, mun ekki ljúka tímabilinu með ÍBV. Saga fer til Bandaríkjanna 18. ágúst og missir því af mikilvægum leikjum gegn Aftureldingu, FH og ÍA.