Frábær auglýsing fyrir þjóðhátíð
�?jóðhátíðin í Vestmannaeyjum er vinsælasta útihátíð landsins og hefur verið það um áratuga skeið. Hátíðin hefur jafnframt vaktið athygli erlendis og víða sagt frá henni í máli og myndum. Nú síðast er það tímarit arabíska flugfélagsins Emirates sem segir frá hátíðinni. Eyjamaðurinn Ingi Freyr Ágústson vakti athygli á þessu á facebooksíðu sinni en kappinn var að sjálfsögðu í Herjólfsdal um verslunarmannahelgina en er nú á leið til síns heima í Suður-Afríku. Einhverjir kynnu að halda því fram að það væri ekki mjög merkilegt að vera í tímariti hjá flugfélagi en Emirates er eitt stærsta flugfélag í heimi, með rúmlega 200 þotur sem fljúga til um 150 staða allsstaðar í heiminum. Fjölmargir farþegar félagsins munu því skoða tímaritið og líklega er þetta stærsta auglýsing þjóðhátíðarinnar á heimsvísu.
Í greininni er hátíðinni lýst ágætlega þar sem m.a. er sagt frá bálkestinu á föstudagskvöldið, flugeldasýningunni á laugardagskvöldið og brekkusöngnum og blysunum á sunnudagskvöldinu. �?á er einnig komið inn á hvítu tjöld heimamanna og sagt að íbúafjöldi Heimaeyjar fari úr um 4000 í um 16000 þessa einu helgi.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.