Mikilvæg stig hjá ÍBV á útivelli
�?að voru ekki margir bjartsýnir fyrir leik ÍBV og Víkinga, það er að segja þeir sem halda með ÍBV enda hafði Víkingur aðeins tapað einum leik á heimavelli sínum í sumar í deildinni. Víkingar voru meira með boltann framan af leik en vörn Eyjamanna, með þá Andra �?lafsson og Matt Garner í miðvarðarstöðunum, stóð sókn Víkinga af sér. Eyjamenn náðu smátt og smátt að byggja upp spil og eftir frábæran undirbúning, kom Ian Jeffs ÍBV yfir á 38. mínútu og staðan 0:1 í hálfleik. Arnar Bragi Bergsson kom ÍBV svo í 0:2 í upphafi síðari hálfleiks með gullfallegu marki, sem átti reyndar að vera fyrirgjöf en endaði í markinu, stöngin inn. Áfram héldu Eyjamenn að spila þéttan varnarleik og áttu Víkingar fá svör við góðum leik Eyjamanna. Heimamenn náðu reyndar að minnka muninn á 86. mínútu með marki þar sem Abel Dhaira hefði átt að gera betur en lengra komust þeir ekki og því fögnuðu Eyjamenn sínum fyrsta sigri síðan 20. júlí.
Með sigrinum lyftu Eyjamenn sér upp úr fallsætinu og í það 9. en Eyjamenn eru með 17 stig. Staðan er nú þannig að Keflavík, Breiðablik og Fylkir eru í 6. til 8. sæti með 18 stig. �?á kemur ÍBV með 17 stig, Fjölnir og Fram með 15 og neðst er �?ór með 9 stig. Bæði Fjölnir og Keflavík eiga leik til góða.
Næsti leikur ÍBV verður næstkomandi sunnudag þegar ÍBV tekur á móti �?ór. Segja má að síðasta tækifæri �?órsara til að bjarga sér frá falli felist í sigri í Eyjum en vinni Eyjamenn, þá er ÍBV komið í ágæta stöðu í fallslagnum.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.