Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og engin alvarleg mál sem upp komu. Skemmtanahald helgarinnar fór þokkalega fram en eitthvað var þó um pústra án þess þó að kærur liggi fyrir. �?á var eitthvað um að lögregla þuftir að aðstoða fólk til síns heima sökum ölvunarástands þess.
Að morgni 17. ágúst sl. var lögreglu tilkynnt um innbrot í hús við Áshamar en brotist hafði verið inn þá um nóttina þegar húsráðandinn var í vinnu. Stolið var fartölvu, sjónvarpi, lyfjum ofl. auk þess sem nokkrar skemmdir voru unnar innandyra. Er talið að tengsl séu á milli húsráðanda og þess eða þeirra sem þarna voru að verki. Málið er í rannsókn.
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í vikunni sem leið en í báðum tilvikum var um minniháttar óhöpp að ræða og engin slys á fólki.
Ein kæra liggur fyrir vegna brota á umferðarlögum en um er að ræða ólöglega lagningu ökutækis.