Gangi allt eftir flytur �?skar J. Sigurðsson, vitavörður í Stórhöfða á Selfoss í haust. Honum var sagt upp húsnæðinu í sumar og mátti ráða hvort hann færi í haust eða vor. Honum leist betur á haustið til flutninga en er ekki sáttur og segist muni sakna margs úr Stórhöfða eftir að hafa búið þar alla sína ævi, í 77 ár. Af hverju Selfoss? Fyrst verið er að rífa mann upp með rótum er eins gott að fara það langt að maður hafi ekki Höfðann fyrir augum,�?? sagði �?skar sem er mjög ósáttur við að vera að fara.