�?ingmenn Sjálfstæðisflokksins heimsóttu Eyjar
�?ingmenn Sjállfstæðisflokksins funduðu í Eyjum í gær og í dag. Auk þess heimsóttu þeir ýmis fyrirtæki í Eyjum og skruppu í Álsey í gærkvöldi. Lífinu utan höfuðborgarsvæðisins er þingmönnum nauðsyn að kynnast og því er heimsókn sem þessi þeim mikilvæg ekki síður en Vestmannaeyjum sem skörtuðu sínu fegursta meðan á dvöl þeirra stóð.
Á facebook síðu Ásmundar Friðrikssonar skrifar þingmaðurinn: �??�?ingmenn Sjálfstæðisflokksins heimsóttu sjö fyrirtæki í Eyjum í dag samkvæmt dagskrá heimsóknarinnar. Auk þess áttum við spjall og hitting á fleiri stöðum. �?að vakti athygli allra þingmanna sá kraftur og gerjun sem er innan fyrirtækjanna, sem öll standa í fremstu röð, jafnvel í alþjóðlegum samanburði. Bæjarfélagið er vel rekið og bærinn hreinn og fallegur eins og náttúran sem heillar alla. Flestir úr hópnum fóru út í Álsey og þáðu veitingar í heillandi umhverfi á meðan ég heimsótti foreldra mína og fjölskyldu. Ferð þingflokksins til Eyja var árangursrík í starfi okkar en rúsínan í pylsuendanum er það sem áður er sagt. Fegurð Eyjanna og mannlífsins sem þar blómstrar.�??

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.